.

Hjá þér Lyrics

[lag: Guðmundur Jónsson / texti: Friðrik Sturluson]

Þegar kviknar á deginum og í lífinu ljós,
þegar myrkrið hörfar frá mér,
þá er eitthvað sem hrífur mig eins og útsprungin rós
- þá vil ég vera hjá þér.
Þegar geng ég í sólinni mitt um hábjartan dag
litafegurð blasir við mér.
Þegar heimurinn heillar mig líkt og töfrandi lag
- þá vil ég vera hjá þér.

Ég vil bæði lif' og vona,
ég vil brenna upp af ást.
Ég vil lifa með þér svona,
ég vil gleðjast eða þjást.
Meðan leikur allt í lyndi,
líka þegar illa fer.
Meðan lífið heldur áfram
- þá vil ég vera hjá þér.
Meðan skuggarnir stækka og ýta húminu að
gamall máninn bærir á sér.
Þá vil ég eiga andartak inn á rólegum stað
- þá vil ég vera hjá þér.
Þegar slokknar í deginum yfirþyrmandi nótt
stormar fyrir stjarnanna her.
En það bítur mig ekkert á og ég sef vært og rótt
ef þú vilt vera hjá mér
- þá vil ég vera hjá þér.
Report lyrics
Gullna hliðið (1998)
Stjörnur Á tjá og tundri Þig bara þig Eltu mig uppi 100.000 volt Láttu mig vera Vængjalaus Krókurinn Hjá þér Holdið og andinn Fannfergi hugans Allt í fönk Englar Orginal Allt eða ekki neitt Svartir fingur Kanínan Getur verið Hvar er draumurinn? Auður Ekki Ábyggilega Brosið blíða Færðu mér frið Ekkert breytir því Sódóma Ég þekki þig Netfanginn (Ég segi það satt) Dimma Lestin er að fara
Top Sálin Hans Jóns Míns Lyrics