.

Litirnir Lyrics

litirnir á veggjunum drekka í sig
tilfinningar mínar
og stofan verður hvít þegar þú ert hér
ég ætlaði að mála en ég held ég verði að
hugsa um það síðar
liturinn er fínn alveg eins og hann er
ó viltu elska mig af öllu þínu afli
ó ég held ég viti hver þú ert
og ég hef verið mátaður í mannanna tafli
samt reyni ég að muna hver ég er
litirnir á veggjunum drekka í sig
tilfinningar mínar
og stofan hún er svört
þegar þú ert ekki hér

ég ætlaði að mála en ég held ég verði að
hugsa um það síðar
í myrkri stofunni enginn litamuninn sér

ó viltu elska mig af öllu þínu afli
ó ég held ég viti hver þú ert
og ég hef verið mátaður í mannanna tafli
samt reyni ég að muna hver ég er
Report lyrics