.

Gyðjan Lyrics

Gyðjan guðdómleg
gengur himnaveg.
Lýsist ásýnd þín
seilist út úr sýn.
Fullkomnun,
sem ekki fyrirfinnst.
Eftirvæntingin
í mér innst.

Óskin hrein,
ímyndun.
Óskin ein.
Þínum mánabrám
stafar geislum frá.
Hörpu minnar stef
spinnur tónavef.

Fullkomnun,
sem ekki fyrirfinnst.
Eftirvæntingin
í mér innst.
Óskin hrein,
ímyndun.
Óskin ein.
Report lyrics