.

Skiptar skoðanir Lyrics

Áfram áfram við hendumst út á hlað.
Með tvær hendur tómar röskir leggjum af stað.
göngum göngum upp að hól og barði.
Yfir gilið stóra í leit að okkar arði.
Því byggðin er svo þrúgandi og grá.
Svarti skúti kallar og niðurinn í Fossá.
Steingrá andlit með mosagróin skegg.
Birtast okkur í hverjum einasta klettavegg.
Ef við spyrjum, gætuð þið svara?
Mannseðli við okkur varað.
Því brogin er eins og æxli.
Illkynja dreifir sér í úthugsuðu hugsunar leysi.

Við viljum fá verkmiðju á tangann.
Vinna hann og byggja endilangan.
Þjóðarbúið fyllum af krónum
með álverum og virkjanalónum.
Útsýnið var forðum svo frítt
en það er farið.
Ég er hættur að reyna,
því nú er landið allt nýtt,
nú á ég hvergi heima.

Þar sem áður var myrkur er ljós
sem augun á mér svíða.
Þingmenn þeir tala undir rós.
Hveru lengi ætlið þið að stija á rassinum og bíða?
Svona er víst núið
allt er markaðssett.
Ekkert má haldast upprunalegt.
Söluturnar prýða perlur landsins.
Ef ég gæti, ef ég bara gæti
ferðast aftur um hundrað ár
skoðað landið óhruflað
gott aðgengi meiri rútismi.

Einn vill upplýsta Þingvelli
Annar vill þá í tungsljósi kanna.
Hinum er sama þó þeir hverfi með hvelli.
Svona eru misjafnar skoaðanir manna
Report lyrics
Skiptar skoðanir (2008)
Svarthvíta stefið Kalin slóð Dag eftir dag Lauslát Fallega lagið Skiptar skoðanir Í Unuhúsi Hagsmunatíkin Kisi Álfar Óskrifað blað O.s.frv.
Top Múgsefjun Lyrics