.

Ungfrú orðadrepir Lyrics

ég vil ekki meiri hita, því ég vil ekki bráðna.
en ungfrú orðadrepir liggur ofan á mér.
og nú ég heyri engan mun á hávaða eða hljóði,
og nú ég heyri engan mun á hljóði eða þögn.
það hentar mér illa að orðum mínum sé slátrað.
en ungfrú orðadrepir hakkar þau í sig.
og nú ég sé engan mun á dimmu eða ljósi,
og nú ég sé engan mun á henni eða öðrum.

svo ég held í mér andanum,
það er erfitt að geyma það sem ég vil gleyma.
ég held í mér andanum,
því ef ég segi ekki orð þá frem ég engin morð.
ég held í mér andanum,
það er erfitt að gleyma því sem ég vil geyma.
ég held í mér andanum,

en allar kenningar heimsins,
og skeiðarárhlaup af rök**,
ná ekki ungfrú orðadrepi af skoðun sinni.
og nú ég kann engan mun á því að tala eða öskra,
og nú ég kann engan mun á því að klappa eða klóra.
svo ég held í mér andanum,
það er erfitt að geyma það sem ég vil gleyma.
ég held í mér andanum,
því ef ég segi ekki orð þá frem ég engin morð.
ég held í mér andanum,
það er erfitt að gleyma því sem ég vil geyma.
ég held í mér andanum,

en "algjör þögn er best",
svo sagði doktorinn,
svo ég tek úr mér tunguna og treð henni inn í eyrun.
og hvar stend ég nú, hvar stend ég nú?
er ég nægilega innihaldsríkur fyrir þig?
og nú ég heyri engan mun á hávaða eða hljóði,
og nú ég heyri engan mun á hljóði eða þögn.
svo ég held í mér andanum,
það er erfitt að geyma það sem ég vil gleyma.
ég held í mér andanum,
því ef ég segi ekki orð þá frem ég engin morð.
ég held í mér andanum,
það er erfitt að gleyma því sem ég vil geyma.
ég held í mér andanum,

og þú missir af mér, þú missir af mér.
og ég vissi af þér, ég vissi af þér.
þú missir af mér.
Report lyrics
Lof mér að falla að þínu eyra (1997)
Síðasta ástin fyrir pólskiptin 90 kr. perla Poppaldin Égímeilaþig Hreistur og slím Ungfrú orðadrepir Kristalnótt Halastjarnan rekst á jörðina Tvíhöfða erindreki Ryðgaður geimgengill