Hnepptur í nauð er vindar kalla
lokast af með sjálfum mér
er fárviðri herjar fjörðinn minn
Fastur í helli enginn heyrir
hrópa en einskins verð ég var
finn hvergi leið um göngin dimm
Held kyrru fyrir
er sorg ber á dyr
Hörfa undan frostinu gráa
Vona að sárum verði hlíft
við skriðum af fjallinu háa
Útaf lognast, kvöldið kveður
langþreyttur hvíldar sofna ég
Hrekk aftur upp við brest
Er nóttina lengir versnar veður
dagurinn sem aldrei varð
Um eilífð lokast göngin
ég kemst aldrei héðan út
Held kyrru fyrir
er sorg ber á dyr
Hörfa undan frostinu gráa
Vona að sárum verði hlíft
við skriðum af fjallinu háa
lokast af með sjálfum mér
er fárviðri herjar fjörðinn minn
Fastur í helli enginn heyrir
hrópa en einskins verð ég var
finn hvergi leið um göngin dimm
Held kyrru fyrir
er sorg ber á dyr
Hörfa undan frostinu gráa
Vona að sárum verði hlíft
við skriðum af fjallinu háa
Útaf lognast, kvöldið kveður
langþreyttur hvíldar sofna ég
Hrekk aftur upp við brest
Er nóttina lengir versnar veður
dagurinn sem aldrei varð
Um eilífð lokast göngin
ég kemst aldrei héðan út
Held kyrru fyrir
er sorg ber á dyr
Hörfa undan frostinu gráa
Vona að sárum verði hlíft
við skriðum af fjallinu háa