Kem ég enn af köldum heiðum
kæra fljóð, til þín.
Frerasvip á fannabreiðum
fengu stefin mín.
Ég hef reikað eftir ísum
allan veg til þín
til að kveikja von með vísum.
Var nú þörfin brýn.
Hríðarvöldin vetrarríku
villtan tróðu dans;
von að köld í veðri slíku
væru ljóðin manns.
Blik frá rauðum ástareldi
eftir nauðir mér
sumarauðugt sólarveldi
síðan bauð hjá þér.
Ástin meðan öllu réði
okkar geði hjá
allt var kveðið eins og gleði
entist héðan frá.
kæra fljóð, til þín.
Frerasvip á fannabreiðum
fengu stefin mín.
Ég hef reikað eftir ísum
allan veg til þín
til að kveikja von með vísum.
Var nú þörfin brýn.
Hríðarvöldin vetrarríku
villtan tróðu dans;
von að köld í veðri slíku
væru ljóðin manns.
Blik frá rauðum ástareldi
eftir nauðir mér
sumarauðugt sólarveldi
síðan bauð hjá þér.
Ástin meðan öllu réði
okkar geði hjá
allt var kveðið eins og gleði
entist héðan frá.