.

Síðasta ástin fyrir pólskiptin Lyrics

ég er dolfallinn, djúpsnortinn, ég er enþá að líða fyrir skort minn.
hún er augnskuggadrottningin, allur endurspeglaður lostinn.
hún stóð það vel í mér að ég náði henni ekki út þótt ég ræki puttanum oní kokið.
en svona er þetta alltaf hjá mér, en aftur á bak afturábak.
ég spái heimsendi af því ég veit að þessi jörð er ekki nógu stór fyrir okkur tvö,
nema að við séum eitt.
svo skríð ég taktlaus til leiks, orð mín eru litlaus og smeik
þau deyja svo löngu áður en ég kem þeim út úr hausinum á mér.
ég næ því engann veginn að smyrja hana í fangið á mér,
ég næ því engann veginn að leika um hana alla.
ég spái heimsendi af því ég veit að þessi jörð er ekki nógu stór fyrir okkur tvö,
nema að við séum eitt.
því ég vil meira og meira , ég vil allt sem þú vilt gefa mér og mikla meira,
ég vil meira og meira, lof mér að falla að þínu eyra og fingurgómum.

hún sagði:
" hittu mig hérna eftir pólskiptin "

" hei, farðu aftur heim, með brotna standpínu og brostið hjarta.
hei, farðu aftur heim, þú lítillækkar þig bara með röfli sem má spara ".
og áður en ég vissi hafði hún rekið orð sín í gegnum mig miðjan,
og áður en ég vissi var ég aftur orðinn einn.

hún sagði:
" hittu mig hérna eftir pólskiptin"
og ég sagði:
ef ég kem ekki, þá verð ég frosinn í klaka með eldheitt hjarta.
og ef ég kem ekki þá verð ég fastur undir jökli gjósandi úr greddu...
...til þín.
Report lyrics
Lof mér að falla að þínu eyra (1997)
Síðasta ástin fyrir pólskiptin 90 kr. perla Poppaldin Égímeilaþig Hreistur og slím Ungfrú orðadrepir Kristalnótt Halastjarnan rekst á jörðina Tvíhöfða erindreki Ryðgaður geimgengill